Óðinn Þór í FH

Óðinn Þór Ríkharðsson skrifaði undir þriggja ára samning í dag.
Óðinn Þór Ríkharðsson skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Heimasíða FH

Karlalið FH í handknattleik heldur áfram að styrkja sig fyrir næsta tímabil en Óðinn Þór Ríkharðsson gerði þriggja ára samning við félagið í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Óðinn Þór, sem fæddist árið 1997, er einn efnilegasti hægri hornamaður landsins um þessar mundir en hann lék með Fram á síðasta tímabili.

Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands en nú síðast lék hann með U20 ára liðinu í Póllandi þar sem liðið lék í undankeppni Evrópumótsins.

Þetta er feikilega ánægjulegt og við FH-ingar erum gríðarlega stoltir yfir að Óðinn Þór skuli hafa valið FH,“ sagði Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH.

„Drengurinn hafði úr ýmsu að velja en ákvað að koma í FH. Þjálfarateymið og leikmannahópurinn sem fyrir er, aðstaðan í Kaplakrika og sú framtíðarsýn sem við FH-ingar höfum heillar. Markmið okkar er skýrt; við ætlum að keppa um titla á næsta ári,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert