FH vel í sveit sett í hægra horninu

Halldór Ingi Jónasson verður áfram í Kaplakrika.
Halldór Ingi Jónasson verður áfram í Kaplakrika. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hornamaðurinn örvhenti Halldór Ingi Jónasson hefur framlengt samning sinn við FH. Nýr samningur hans við félagið er til tveggja ára. Halldór, sem fæddur er árið 1995, spilaði 21 leik fyrir FH í deildarkeppninni í vetur og skoraði 49 mörk.

FH-ingar hafa því innanborðs tvo efnilega hægri hornamenn þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson samdi við FH á dögunum, en hann kemur til liðsins frá Fram.

„Tveir efnilegustu hægri hornamenn Olísdeildar karla munu leika með FH næsta vetur, það er orðið ljóst,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeild FH í samtali við fimmeinn.is eftir undirskriftir gærdagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert