Nýliðar Selfoss styrkjast frekar

Guðni Ingvarsson í leik með Gróttu.
Guðni Ingvarsson í leik með Gróttu. mbl.is/Golli

Selfyssingar hafa fengið góðan liðsstyrk eftir að þeir tryggðu sér sæti að nýju í efstu deild karla í handbolta nú í vor. Skytturnar Árni Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson ákváðu að snúa heim, og nú hefur Hvolsvellingurinn Guðni Ingvarsson ákveðið að semja við Selfoss, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Guðni, sem er 29 ára gamall línumaður, varð Íslandsmeistari með ÍBV árið 2014 og bikarmeistari í fyrra. Hann lék svo með Gróttu í vetur og hafnaði í fimmta sæti með liðinu í Olís-deildinni.

Selfoss komst upp í Olís-deildina með sigri á Fjölni í fimm leikja umspili í vor. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert