Elías og Jón áfram hjá Haukum

Jón Þobjörn í leik á móti Aftureldingu í úrslitarimmunni.
Jón Þobjörn í leik á móti Aftureldingu í úrslitarimmunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik karla hafa gengið frá því að tveir af reyndustu mönnum liðsins, Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson, munu leika áfram með liðinu á næsta keppnistímabili. 

Báðir hafa þeir gert nýja eins árs samninga við félagið. Elías og Jón áttu stóran þátt í sigri Hauka á dögunum en samanlagt hafa þeir unnið sjö Íslandsmeistaratitla með félaginu í gegnum tíðina og því mikil reynsla sem verður áfram í herbúðum liðsins. 

Elías er örvhent skytta en hefur einnig leikið oft í horninu á sínum ferli. Jón Þorbjörn er línumaður og mikilvægur í miðri vörn Hauka.

Elías í leik á móti Aftureldingu í úrslitarimmunni.
Elías í leik á móti Aftureldingu í úrslitarimmunni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert