Fram fyllir í skörðin

Svanur Páll Vilhjálmsson og Reynir Þór Reynisson.
Svanur Páll Vilhjálmsson og Reynir Þór Reynisson. Ljósmynd/fram.is

Karlalið Fram sem leikur í Olísdeildinni i handknattleik hefur samið við hornamanninn Svan Pál Vilhjálmsson sem gengur til liðs við liðið frá uppeldisfélagi sínu ÍBV. Samningur Svans Páls við Fram er til tveggja ára.

Svanur er örvhentur hornamaður hefur leikið fyrir ÍBV síðastliðin ár og varð meðal annars bikarmeistari með ÍBV 2015 og lék 21 leik með ÍBV á síðasta tímabili. Svani er ætlað að fylla skarð Óðins Þórs Ríkharðssonar sem gekk til liðs við FH nýverið. 

Fram bíður síðan það verkefni að fylla skörð Ólafs Ægis Ólafssonar sem  samdi við Val, Garðars Sigurjónssonar og Stefáns Darra Þórssonar sem fóru í Stjörnuna og Andra Snæs Magnússonar sem fór í Fjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert