Í svakalegum mótbyr

Alfreð fylgist með sínum mönnum á Final Four um nýliðna …
Alfreð fylgist með sínum mönnum á Final Four um nýliðna helgi. AFP

„Þetta er tvímælalaust erfiðasta keppnistímabil mitt sem þjálfari Kiel síðan ég tók við þjálfun liðsins árið 2008,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari fráfarandi Þýskalandsmeistaranna í handknattleik í samtali við Morgunblaðið í Köln um liðna helgi.

Margir leikmenn Kiel hafa verið meiddir um lengri eða skemmri tíma allt keppnistímabilið og nú er ljóst Kiel vinnur engan titil á þessari leiktíð. Slíkt hefur ekki hent félagið í háa herrans tíð eða að minnsta kosti síðan Alfreð tók við þjálfun Kiel sumarið 2008.

„Það var alveg ljóst þegar keppnistímabilið hófst að leiktíðin yrði okkur erfið. Aron Pálmarsson og Rasmus Lauge fóru frá okkur síðasta sumar og síðan yfirgaf Filip Jicha okkur óvænt nánast rétt áður flautað var til fyrsta leiks í deildarkeppninni í Þýskalandi. Hinsvegar setti annað og óviðráðanlegra strik í reikninginn hjá okkur og það var ótrúlegur fjöldi meiðsla þeirra leikmanna sem eftir stóðu við brottför þremenninganna,“ sagði Alfreð þungur á brún.

„Steffan Weinhold hefur til að mynda meiðst fjórum sinnum mjög illa á keppnistímabilinu. Hann hefur m.a. aðeins æft með okkur í 30 daga í vetur og í vor og er til dæmis handarbrotinn um þessar mundir. Réne Toft Hansen sleit krossband í síðasta leik síðasta árs og Patrick Wiencek sleit krossband í upphafi keppnistímabilsins. Christian Dissinger meiddist með landsliðinu á EM í janúar og er nýkominn til leiks aftur, reyndar eins og Wiencek. Þá hafa Domagoj Duvnjak og Joan Canellas einnig verið lengi frá æfingum og keppni,“ sagði Alfreð.

Sjá allt viðtalið við Alfreð í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert