Guðjón og Alexander mæta Evrópumeisturunum

Alexander Petersson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Alexander Petersson í leik með Rhein-Neckar Löwen. MAXIM SHIPENKOV

Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í hádeginu. Óhætt er að segja að sterkt lið hafi dregist í A-riðilinn og ljóst sé að einhver stórlið geti átt það á hættu að komast ekki í 16-liða úrslit keppninnar.  Aron Pálmarsson og félagar í ungverska meistaraliðinu Veszprém sem töpuðu í sögulegum úrslitaleik fyrir Kielce frá Póllandi eru m.a. í A-riðli.

Einnig er franska mestaraliðið PSG í A-riðli, Spánarmeistarar Barcelona, þýsku liðinu Flensburg og Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar. Kiel fékk svokallað „wildcard“ inn í Meistaradeildina eða sérstakt keppnisleyfi sem EHF veitti.

Alexander Petersson, Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar í þýska meistaraliðinu Rhein-Neckar Löwen drógust í B-riðil m.a. með Evrópumeisturum Kielce. Einnig er sænska meistaraliðinu IFK Kristianstad í B-riðli en með því liði leika Ólafur Andrés Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson. 

Egill Magnússon og samherjar í Team Tvis Holstebro frá Danmörku verða í D-riðli. 

Riðlaskiptingin er sem hér segir: 

A-riðill:  Telekom Veszprem, FC Barcelona, Paris St. Germain, Bjerringbro-Silkeborg, Wisla Plock, SG Flensburg-Handewitt, Kadetten Schaffhausen, THW Kiel.
 

B-riðill:  Rhein-Neckar Löwen, KS Kielce, Vardar Skopje, RK Zagreb, HC Brest Meschkow, Pick Szeged, RK Celje, IFK Kristianstad.
 

C-riðill:  Naturhouse La Rioja, Metalurg Skopje, Medvedi Tschechov, Montpellier HB, Elverum Handball auk sigurliðs úr forkeppnisriðli eitt. 

D-riðill: HBC Nantes, TTH Holstebro, HC Motor Saporoshje, Besiktas Istanbúl, Dinamo Búkarest auk sigurliðs úr forkeppnisriðli tvö.

Forkeppnin fer fram í byrjun september en í henni taka þátt átta lið og leika þau í tveimur riðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert