Einbeita sér fyrst og fremst að riðlinum

Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta er stórmót og allir eru klárir í slaginn.Við erum vel undirbúnir andlega en það þarf að fiffa nokkra saman líkamlega,“ segir Ómar Ingi Magnússon, fyrirliði U20 ára landsliðsins.

Ómar Ingi er örvhent skytta frá Selfossi sem hefur látið mikið á sér kveða upp á síðkastið, sérstaklega þegar liðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í apríl. Í sama mánuði skrifaði Ómar Ingi undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Århus eftir að hafa leikið við gott orðspor hjá Val síðustu misseri.

„Þetta er hörkuriðill en við eigum klárlega góðan möguleika á að komast áfram, við erum ekki lakari en þessi lið,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Morgunblaðið á æfingu liðsins í Kaplakrika í gær.

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert