Báðir leikir Hauka í Grikklandi

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka og Heimir Óli Heimisson, leikmaður liðsins.
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka og Heimir Óli Heimisson, leikmaður liðsins. mbl.is/Golli

Karlalið Hauka í handknattleik tekur þátt í EHF-bikarnum í vetur, en þeir drógust gegn gríska liðinu A.C. Diomidis Argous í fyrstu umferð forkeppninnar. Haukar munu spila báða leikina gegn Diomidis Argous á útivelli líkt og liðið gerði gegn ítölskum andstæðingum sínum á síðustu leiktíð.

„Það er frekar dýr pakki að fara til Grikklands. Við teljum okkur geta farið áfram með því að spila báða leikina úti. Við gerðum þetta líka í fyrra. Við ætlum okkur að klára þetta og ef við gerum það fáum við mjög spennandi verkefni, Alingsås frá Svíþjóð,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við visi.is um þátttöku Hauka í Evrópukeppni í vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert