Fram bætir við sig leikmönnum

Andri Þór Helgason og Valdimar Sigurðsson eftir að hafa undirritað …
Andri Þór Helgason og Valdimar Sigurðsson eftir að hafa undirritað samning við Fram. Ljósmynd/fram.is

Karlalið Fram í handknattleik sem leikur í Olísdeildinni hefur samið við Andra Þór Helgason og Valdimar Sigurðsson, en þeir skrifuðu undir tveggja ára samning við Fram. 

Andri Þór er hornamaður sem kemur til Fram frá HK, en hann var markahæsti leikmaður í 1. deild karla á síðustu leiktíð. Valdimar Sigurðsson er línumaður sem kemur í herbúðir Fram frá UMFA.

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fram síðan í vor, en hér að neðan má sjá hvaða leikmenn hafa farið úr Safamýrinni og hvaða leikmenn félagið hefur fengið til sín í staðinn:

Komnir
Arnar Birkir Hálfdánsson frá ÍR.
Svanur Páll Vilhjálmsson frá ÍBV.
Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Gróttu.
Andri Þór Helgason frá HK
Valdimar Sigurðsson frá UMFA

Farnir
Kristófer Fannar Guðmundsson í UMFA
Ólafur Ægir Ólafsson í Val.
Garðar B. Sigurjónsson í Stjörnuna.
Stefán Darri Þórsson til Stjörnunnar.
Óðinn Þór Ríkharðsson í FH.
Arnar Snær Magnússon í Fjölni.
Þorgrímur Smári Ólafsson í Runar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert