Eggert heldur heim á leið

Anders Eggert Jensen í leik með danska landsliðinu.
Anders Eggert Jensen í leik með danska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Anders Eggert, danski landsliðsmaðurinn í handknattleik, sem leikið hefur með þýska liðinu Flensburg síðasta áratuginn gengur til liðs við danska liðið Skjern eftir næsta keppnistímabil. Eggert skrifaði undir þriggja ára samning við Skjern.

Eggert bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu með liðinu árið 2014 og varð þýskur bikarmeistari ári síðar. Eggert lék með Skjern sem lánsmaður tímabilið 2008 til 2009 og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Eggert hefur leikið 159 landsleiki fyrir Danmörku, en hann varð Evrópumeistari með danska liðinu 2012. Eggert missti hins vegar af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Ríó í Brasilíu í ár vegna meiðsla.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert