Ekki leikið í Vallaskóla

HSÍ meinar karlaliði Selfoss að leika heimaleiki sína í Olís-deildinni …
HSÍ meinar karlaliði Selfoss að leika heimaleiki sína í Olís-deildinni í Vallaskóla. mbl.is/Gollil

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hefur sett Selfossi stólinn fyrir dyrnar um að meistaraflokkur leiki heimaleiki sína í Olís-deild karla í íþróttahúsi Vallarskóla. Þetta kemur fram í niðurstöðu í úttekt sem HSÍ gerði í sumar á aðstæðum í umræddu íþróttahúsi.

Í úttekt HSÍ eru m.a. gerðar athugasemdir við að öryggisvæði frá hliðarlínu að vegg er langt frá að vera nægjanlegt. Einnig er öryggisvæði frá varamannabekk og að leikvelli alltof lítið. Jafnframt er tímavarðarborðið statt alltof nálægt leikvellinum. Auk þess þá er aðstaða fyrir fjölmiðlamenn óviðundandi og útilokað talið að hægt verði að hafa beinar útsendingar frá kappleikjum í íþróttahúsinu miðað við þær kröfur sem HSÍ og RÚV gera þar um.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert