Selfyssingar eru bjartsýnir

Selfyssingar vonast til að fá að leika heimaleiki sína í …
Selfyssingar vonast til að fá að leika heimaleiki sína í Olís-deild karla í vetur í Vallaskóla. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Mattíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, er vongóður um að karlalið félagsins fái að leika heimaleiki sína í Olís-deild karla í íþrótta­húsi Vall­a­skóla í vetur.

Áður hafði verið greint frá því í Morgunblaðinu að HSÍ hefði gert út­tekt á aðstæðum í íþrótta­húsi Vall­a­skóla þar sem Sel­foss hef­ur spilað heima­leiki sína. Niðurstaðan var sú að aðstaðan upp­fyllti ekki kröf­ur sem gerðar væru til leikja og sá HSÍ eng­ar leiðir til úr­bóta.

Magnús birtir yfirlýsingu vegna málsins á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Selfoss. Þar kemur fram að fulltrúar stjórnar handknattleiksdeildar hafi fundað með forráðamönnum sveitarfélagsins, auk fulltrúa HSÍ og fulltrúa aðalstjórnar UMFS um málið.

„Ástæða er til bjartsýni að þessum fundi loknum og teljum við að viðunandi lausn muni finnast á málinu og að allir geta gengið sáttir frá borði og að spilað verði í íþróttahúsi Vallaskóla í vetur,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert