Rúnar mætti syni og bróður

Rúnar Sigtryggsson
Rúnar Sigtryggsson BERNARD MOSCHKON

Handknattleikþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson var í þeirri undarlegu stöðu í gær að mæta syni sínum og bróður í bikarleik í Þýskalandi. 

Rúnar tók í sumar við liði Balingen en hann þjálfaði áður lið Aue. Balingen mætti Aue í bikarnum en með Aue leika Sigtryggur Rúnarsson, sonur Rúnars, og Árni Þór Sigtryggsson yngri bróðir Rúnars. Þá er landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson fastamaður í vörn Aue. 

Balingen hafði betur 29:27 en Pascal Heinz fyrrum stórskytta þýska landsliðsins leikur undir stjórn Rúnars. 

Meðfylgjandi er myndskeið með broti úr leiknum og þar er stuttlega rætt við þá Rúnar og Árna. 

Árni Þór Sigtryggsson
Árni Þór Sigtryggsson mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert