Uppsögnin veiti Guðmundi vinnufrið

Ulrik Wilbek og Guðmundur Þórður Guðmundsson. Wilbek hefur tekið pokann …
Ulrik Wilbek og Guðmundur Þórður Guðmundsson. Wilbek hefur tekið pokann sinn hjá danska handknattleikssambandinu en Guðmundur verður um kyrrt eftir að hafa stýrt danska karlalandsliðinu í handbolta til sigurs í fyrsta sinn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Ljósmynd/samsett

Ulrik Wilbek segist vonast til þess að með uppsögn sinni skapist ró í kringum danska karlalandsliðið í handknattleik og að Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari fái frið til að sinna starfi sínu sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik.

Wilbek sagði starfi sínu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins í gærkvöld en greint var frá ákvörðun hans í morgun.

„Á Ólympíuleikunum, þar sem að mínu áliti náðist gott samstarf milli allra um framúrskarandi árangur landsliðsins, hefur ríkt óróleiki í kringum landsliðið í fjölmiðlum síðustu daga eftir að við komum heim. Þessi órói veldur því að ég tel ómögulegt fyrir mig að sinna áfram starfi mínu hjá danska handknattleikssambandinu,“ segir Wilbek m.a. í yfirlýsingu sem danska handknattleikssambandið sendi frá sér vegna uppsagnar Wilbeks.

„Velferð dansks handknattleiks hefur alltaf skipt mig mestu máli og m.a. þess vegna vil ég ekki taka athyglina frá landsliðinu. Ég vil ekki hindra að Guðmundur geti áfram einbeitt sér að þjálfun landsliðsins,“ segir Wilbek ennfremur í fyrrgreindri yfirlýsingu.

Wilbek er hættur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert