Vorum betri í 50 mínútur

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skorar eitt af átta mörkum sínum.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skorar eitt af átta mörkum sínum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við erum bara mættir til leiks til að vera með og ætlum að ná í alveg fullt af stigum í vetur,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram eftir 28:26 tap liðins gegn Gróttu í fyrstu umferð Olís-deildarinnar í handbolta.

Fram kom eflaust mörgum á óvart með góðum leik.

„Við erum miklu betri í 50 mínútur. Það er þessi 7:0 kafli í upphafi seinni hálfleiks sem fer með þennan leik fyrir okkur. Það fer bara í reynslubankann hjá þessu unga liði mínu. Við notum þetta til að halda áfram og gera betur.“

„Það er hörku karakter í þessu liði. Menn læra af svona leikjum og þurfa bara að vera yfirvegaðri. Þetta bara datt ekki með okkur í dag, það er bara þannig. Við vorum einfaldlega óheppnir.“

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson átti stórleik með Fram og skoraði átta mörk.

„Þetta er bara flottur strákur sem hefur æft mjög vel og kemur til með að spila stóra rullu í vetur,“ sagði Guðmundur að lokum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert