Alfreð hafði betur gegn Rúnari

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. AFP

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, hafði betur gegn Rúnari Sigtryggssyni, þjálfara Balingen, í efstu deild þýska handboltans í kvöld, en lokatölur urðu 26:23 fyrir Kiel.

Kiel var yfir 15:12 í hálfleik og komst fljótlega í þægilega fjögurra til fimm marka forystu.

Balingen minnkaði muninn í þrjú mörk þegar sex mínútur voru eftir, í 25:22, en lengra komst liðið ekki og lokatölur þriggja marka sigur Kiel, 26:23.

Kiel er í 2. sæti deildarinnar með 10 stig eftir sex leiki. Balingen er í botnsæti deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert