Fjölnir vann toppslaginn

Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur í liði Fjölnismanna með 8 …
Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur í liði Fjölnismanna með 8 mörk. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fjölnismenn unnu í kvöld toppslaginn í 1. deild karla í handknattleik með 27:25 sigri á ÍR í miklum spennuleik í Dalhúsum í Grafarvogi. Upplýsingar um gang leiksins og markaskorarar eru fengar frá vefsíðunni fimmeinn.is.

Staðan var 15:11 fyrir gestina úr Breiðholti í hálfleik. Fjölnismenn komust yfir í leiknum í fyrsta skipti þegar þrjár mínútur voru eftir, 26:25, og bættu við einu marki áður en yfir lauk.

Fjölnismenn hafa fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og eru í toppsætinu.

Mörk Fjölnis:  Kristján Örn Kristjánsson 8, Breki Dagsson 5, Arnar Magnússon 4, Björgvin Páll Rúnarsson 3, Sveinn Þorgeirsson 3, Sveinn Jóhannesson 2, Brynjar Loftsson, Bjarki Lárusson 1.

Mörk ÍR: Jón Kristinn Björgvinsson 8, Valþór Atli Guðrúnarson 4, Halldór Logi Árnasson 4, Aron Örn Ægisson 3, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Davíð Georgsson 1, Sigurður Rúnarsson 1. Eggert Jóhannesson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert