Ekkert lát á sigurgöngu Berlínarrefanna

Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson Ljósmynd/Füchse Berlín

Ekkert lát er á sigurgöngu lærisveina Erlings Richardssonar í Füchse Berlín í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í kvöld lögðu Berlínarrefirnir liðsmenn Stuttgart, 28:25 á heimavelli. Þeir hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni á leiktíðinni og hafa fullt hús stiga eftir fimm umferðir eins og Flensburg. 

Kiel hefur einnig 10 stig en hefur leikið einum leik fleira. 

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk í leiknum í Max Schmeling-halle í kvöld og notaði til þess fjögur skot. Ekkert marka sinna skoraði Bjarki Már úr vítakasti. 

Í 1. deild kvenna þá vann Leipzig góðan sigur á heimavelli á liðsmönnum Buxtehuder, 35:32. Hildigunnur Einarsdóttir nýtti vel sín tækifæri í leiknum og skoraði þrjú af mörkum Leipzig. Liðið er í fjórða sæti með sex stig eftir fjóra leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert