Fimmta umferðin hefst í Mosó

Afturelding hefur unnið þrjá leiki í röð.
Afturelding hefur unnið þrjá leiki í röð. mbl.is/Golli

Í kvöld hefst 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta þegar Afturelding tekur á móti FH að Varmá í Mosfellsbæ kl. 19.30.

Afturelding hefur unnið þrjá síðustu leiki sína, eftir tap gegn Selfossi í 1. umferð, og er í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Gróttu.

FH vann góðan sigur á ÍBV í síðustu umferð, 36:30, og er með fimm stig. FH-ingar geta með sigri komist upp í 2. sæti, alla vega tímabundið, og sjö marka sigur kæmi þeim á toppinn.

Aðrir leikir 5. umferðar eru sem hér segir.

Fimmtudagur:
18.30 ÍBV - Stjarnan
19.30 Haukar Fram

Laugardagur:
15.00 Selfoss - Akureyri
16.00 Grótta - Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert