Hefur þroskast mikið sem leikmaður

Jóhann Birgir Ingvarsson hefur byrjað leiktíðina vel í Olís-deildinni í …
Jóhann Birgir Ingvarsson hefur byrjað leiktíðina vel í Olís-deildinni í handbolta. mbl.is/Ófeigur

Jóhann Birgir Ingvarsson átti afbragðsleik með FH-ingum þegar þeir lögðu Eyjamenn að velli, 36:30, í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Kaplakrika um síðustu helgi. Jóhann skoraði tíu mörk og var mjög öflugur í liði FH-inga. Hann er sá leikmaður sem Morgunblaðið varpar ljósi á en Jóhann hefur skorað 17 af mörkum Hafnarfjarðarliðsins í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar og er þriðji markahæsti leikmaður liðsins.

„Jói átti virkilegan góðan leik og líklega einn sinn besta leik með okkur,“ sagði Einar Rafn Eiðsson við Morgunblaðið þegar hann var spurður út í liðsfélaga sinn.

Er bara algjört naut

„Hann hefur þroskast mikið sem leikmaður síðasta árið og hann er farinn að skilja leikinn miklu betur. Hann einbeitir sér að því sem hann er góður í. Jóhann er mjög góður í stöðunni maður á móti manni hvort sem það er í sókn eða vörn. Hann á auðvelt með að brjóta sér leið framhjá varnarmönnum. Hann æfði körfubolta þegar hann var yngri og það kemur honum til góða í svona stöðu. Hann er sterkur á fótunum og er bara algjört naut. Ég held að hann sé eitthvað um 100 kíló. Hann var oft að þvinga hlutina fram en nú lætur hann leikinn koma til sín og hann hefur bætt sig mjög mikið á flestum sviðum,“ segir Einar Rafn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert