Flestir vilja Aguinagalde

Guðjón Valur Sigurðsson er tilnefndur.
Guðjón Valur Sigurðsson er tilnefndur. Ljósmynd/Foto Olimpik

Spánverjinn Julien Aguinagalde er sá leikmaður liðs í Meistaradeild Evrópu í handknattleik sem flestir leikmenn liða í deildinni vildu hafa í sínu liði. Ungverjinn Lazlo Nágy er sá næstvinsælasti ef marka má niðurstöðu sömu könnunar sem gerð var á meðal þjálfara liðanna 28 sem taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð. Flestir þjálfararnir tóku þátt en þeir voru beðnir um að tilnefna einn leikmann í hverri stöðu á leikvellinum auk þess að nefna þann þjálfara sem þeir telja að skari fram úr. Þjálfararnir máttu ekki tilnefna leikmann úr eigin liði.

Þrír Íslendingar tilnefndir

Þrír Íslendingar voru nefndir til sögunnar, leikmennirnir Aron Pálmarsson hjá Veszprém og Guðjón Valur Sigurðsson hjá Rhein-Neckar Löwen og Alfreð Gíslason, þjálfari THW Kiel. Alls taka níu Íslendingar þátt í Meistaradeildinni í handknattleik þetta keppnistímabilið.

Línumaðurinn Aguinagalde leikur með Evrópumeisturum Vive Kielce en örvhenta skyttan Nágy er samherji Arons hjá Veszprém. Fjórir leikmenn franska meistaraliðsins voru valdir bestir í sinni stöðu. Það er Mikkel Hansen í skyttustöðunni vinstra megin, Uwe Gensheimer í vinstra horni, Nikola Karabatic sem miðjumaður og hægri hornamaðurinn Luc Abalo. Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin fékk flest atkvæði markvarðanna. Hann fékk einu atkvæði meira en Arpad Sterpik, liðsmaður Vardar Skopje. Fimm af þessum leikmönnum voru einnig í „draumaliði“ þjálfara deildarinnar á síðustu leiktíð, Aguinagalde, Gensheimer Hansen, Karabatic og Nágy.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert