Onesta kominn í nýtt starf

Claude Onesta var einstaklega sigursæll sem þjálfari Frakklands.
Claude Onesta var einstaklega sigursæll sem þjálfari Frakklands. AFP

Tilkynnt var á dögunum að Claude Onesta er hættur störfum sem þjálfari franska karlalandsliðsins í handknattleik en hann hefur samt ekki sagt skilið við franska handknattleikssambandið.

Í gær greindi sambandið frá því að Onesta hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri landsliðsins. Didier Dinart, sem hefur verið aðstoðarmaður Onesta síðustu árin, tekinn við þjálfun landsliðsins og aðstoðarmaður hans verður Guillaume Gille en báðir léku þeir um árabil með landsliðinu.

Ferill Onesta með franska landsliðið er hreint út sagt magnaður. Hann tók við þjálfun þess árið 2001 og undir hans stjórn unnu Frakkar 13 stóra titla. Meðal þeirra voru þrír heimsmeistaratitlar, 2009, 2011 og 2015, þrír Evrópumeistaratitlar, 2010, 2014 og 2015, og tveir ólympíumeistaratitlar 2008 og 2012. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert