Víkingaklapp eftir fyrsta heimaleik Nielsen (myndskeið)

Stephen Nielsen er á láni hjá Aix frá ÍBV.
Stephen Nielsen er á láni hjá Aix frá ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Víkingaklappið sem íslenskir stuðningsmenn gerðu heimsfrægt á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar hefur heyrst ansi víða eftir mótið, meðal annars í Frakklandi.

Sem dæmi um það þá tóku leikmenn franska handboltaliðsins Aix sína útgáfu af víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir að hafa unnið Créteil, 32:22, á heimavelli í gærkvöld. Þetta var fyrsti heimaleikur dansk/íslenska markvarðarins Stephen Nielsen, sem er á láni hjá Aix frá ÍBV, og honum má sjá bregða fyrir í meðfylgjandi myndskeiði. Nielsen kom lítið við sögu í leiknum en hann kom þó inná og freistaði þess að verja tvö vítaskot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert