Valur fyrstur til að leggja Gróttu

Úr leik Vals og Gróttu í dag.
Úr leik Vals og Gróttu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gróttu tókst ekki að endurheimta efsta sæti Olís-deildar karla í handknattleik í dag þegar liðið mætti Valsmönnum á heimavelli. Valur vann með þriggja marka mun, 26:23, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 12:11. Afturelding heldur þar með efsta sæti deildarinnar, er stigi á undan Gróttu eftir fimm leiki en þetta var fyrsta tap Gróttuliðsins í deildinni á þessari leiktíð.

Fyrri hálfleikur var nokkurð sveiflukenndur en á heildina skemmtiletgur og á köflum prýðilega leikinn. Grótta byrjaði betur og komst í 4:1, eftir um átta mínútna leika. Eftir leikhlé Valsmanna hresstust þeir verulega og komust yfir. Eftir það skiptust liðin á að hafa eins marks forskot fram að hálfleik þar sem Valsmenn voru marki yfir, 12:11. Markverðir beggja liða settu sterkan svip á fyrri hálfleik. Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu og Sigurður Ingiberg Ólasson, Valsmaður vörðu vel.

Síðari hálfleikur var í járnum. Liðin skiptust á að hafa eins marks forskot en munurinn var enginn lengi vel. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar en nokkuð var samt um einföld mistök leikmanna í sókninni. Markverðirnir voru ekki eins áberandi og í fyrri hálfleik.

Síðustu tíu mínútur leiksins virtist meiri kraftur vera eftir hjá leikmönnum Vals. Gróttumenn gerðu sig seka um mörg mistök.Valsmenn náðu þriggja marka forskoti, 24:21. Þetta bil tókst Gróttumönnum aldrei að brúa.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. Tölfræði leiksins er að finna hér að neðan.

Grótta 23:26 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið - fyrsta tap Gróttu í Olísdeild karla staðreynd. Valsmenn áttu meira eftir að tanknum síðustu mínúturnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert