Dujshebaev framlengir í Póllandi

Talant Dujshebaev verður þjálfari Evrópumeistara Kielce og pólska landsliðsins næstu …
Talant Dujshebaev verður þjálfari Evrópumeistara Kielce og pólska landsliðsins næstu árin ef að líkum lætur. AFP

Talant Dujshebaev landsliðsþjálfari Pólverja í handknattleik karla framlengir samning sinn við pólska landsliðið á næstu dögum. Ný samningur gerir ráð fyrir að Dujshebaev stýri pólska landsliðinu fram yfir Ólympíuleikanna í Tókýó árið 2020. 

Dujshebaev tók við pólska landsliðinu í mars. Núverandi samningur hans er í gildi fram í næsta mánuð. Undir stjórn Dujshebaev hafnaði pólska landsliðið í fjórða sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Ríó í ágúst sl. 

Dujshebaev er einnig þjálfari Evrópumeistara Vive Kielce.

Dujshebaev stýrði ungverska landsliðinu um skeið en hætti eftir EM í byrjun þessa árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert