Sjö leikja taphrina Aue loks á enda

Árni Þór Sigtryggsson í búningi Aue.
Árni Þór Sigtryggsson í búningi Aue. Ljósmynd/ehv-aue.org

Íslendingaliðið Aue komst loks á sigurbraut á ný eftir að hafa tapað sjö leikjum í röð í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Liðið vann nauman sigur á Ferndorf í kvöld, 24:23.

Aue var á botni deildarinnar eftir átta leiki. Liðið vann fyrsta leik sinn í haust en hefur síðan tapað sjö leikjum í röð. Úr varð spennuleikur í kvöld þar sem jafnt var í hálfleik, 12:12, en Aue hafði betur eftir mikla spennu í lokin.

Árni Þór Sigtryggsson var næstmarkahæstur hjá Aue í kvöld með fjögur mörk. Bjarki Már Gunnarsson komst ekki á blað og Sigtryggur Daði Rúnarsson var ekki með.

Aue er nú með fjögur stig eftir níu umferðir og er enn í fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert