Boquist með Kristjáni

Kristján Andrésson, þjálfari sænska karlalandsliðsins í handknattleik.
Kristján Andrésson, þjálfari sænska karlalandsliðsins í handknattleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Andrésson sem ráðinn var þjálfari sænska karlalandsliðsins í handknattleik í síðasta mánuði er búinn að fá aðstoðarmann.

Sá er Svíinn Martin Boquist sem er þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Ricoh sem þeir Magnús Óli Magnússon og markvörðurinn Daníel Andrésson leika með.

Boquist er 39 ára gamall og margreyndur landsliðsmaður. Hann lék 217 landsleiki með Svíum og skoraði í þeim 403 mörk en Boqvist var í gullaldarliði Svía undir stjórn Bengt Johanson. Frá því hann hætti að spila fyrir þremur árum hefur hann þjálfað, fyrst sænska liðið VästeråsIrsta HF og nú Ricoh. Fyrsta verkefni þeirra Kristjáns og Boqvist með sænska liðinu er undankeppni EM en liðið leikur í byrjun næsta mánaðar við Svartfellinga og Rússa. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert