Elín Jóna lokaði rammanum Eyjum

Sandra Dís Sigurðardóttir og félagar hennar hjá ÍBV fá Hauka …
Sandra Dís Sigurðardóttir og félagar hennar hjá ÍBV fá Hauka í heimsókn í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í Olís-deild kvenna í dag þegar liðið sigraði ÍBV með fimm marka mun 21:26. Gestirnir geta þakkað Elínu Jónu Þorsteinsdóttur fyrir sigurinn en hún átti hreint magnaðan leik í markinu.

Karólína Bæhrenz Lárudóttir var fjarri góðu gamni hjá ÍBV og munar um minna í liðinu. Nú þegar eru margir aðrir leikmenn í meiðslum og mátti sjá á liðinu að það var þunnskipað.

Haukar mættu þó með sitt sterkasta lið og Ramune Pekarskyte tók þátt í sínum fyrsta leik á þessu tímabili og skoraði einnig sitt fyrsta mark.

Eins og áður segir lokaði Elín Jóna Þorsteinsdóttir marki gestanna en hún varði 23 skot í leiknum, sem er ótrúlegt. allavega helmingur þeirra var úr algjörum dauðafærum.

Hjá gestunum var Maria Ines Da Silva markahæst með 8 mörk. Ester Óskarsdóttir og Sandra Erlingsdóttir drógu vagninn í markaskorun heimakvenna og gerðu sjö mörk hvor.

ÍBV 21:26 Haukar opna loka
60. mín. Leik lokið Verðskuldaður sigur gestanna sem þurftu að hafa minna fyrir sínum mörkum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert