Grátlegt að tapa með sjö mörkum

Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals.
Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals var að vonum svekktur eftir 26:19 tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 

Hann segir sjö marka tap ekki gefa rétta mynd af leiknum, þar sem hann sá margt jákvætt í leik síns liðs.

„Mér finnst grátlegt að tapa þessu með sjö mörkum. Mér fannst það ekki munurinn í dag. Ég var ánægður með mjög margt í dag. Það var góð barátta í okkur, við vorum að reyna að keyra á þær."

„Hægri vængurinn var mjög öflugur hjá Kristine og Díönu Dögg og þá sérstaklega Díönu Dögg, þetta er svekkjandi niðurstaða."

<br/>

Fram komst í 6:1 í upphafi leiks og var Alfreð vissulega svekktur við byrjunina. Hann var þó ánægður með að sitt lið gafst ekki upp og komst inn í leikinn í seinni hálfleik. 

„Við minnkuðum niður í tvö og gátum minnkaði í eitt, einu sinni eða tvisvar í leiknum en það er klaufalegt að byrja illa gegn jafn sterku liði og Fram. Við komum til baka og komumst inn í leikinn, það var jákvætt en svo kom kafli í seinni hálfleik sem varð okkur að falli," sagði Alfreð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert