Fylkir vann sinn fyrsta sigur

Lovísa Thompson keyrir á vörn Fylkis í leiknum í dag.
Lovísa Thompson keyrir á vörn Fylkis í leiknum í dag. mbl.is/Golli

Fylkir lagði Gróttu að velli, 21:18, þegar liðin mættust í lokaleik sjöttu umferðar í Olísdeild kvenna í handbolta í Hertz-höllinni í dag.

Fylkir setti tóninn í leiknum með kröftugri byrjun sinni, en liðið komst mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. Grótta neitaði þó að gefast upp og munurinn var einungis eitt mark þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. 

Fylkir náði síðan aftur sex marka forskoti um miðbik seinni hálfleiks og munaði þar mestu um góða markvörslu Melkorki Mist Gunnarsdóttur og góðan sóknarleik liðsins undir styrkri stjórn Christine Rishaug. 

Grótta tók við sér undir lok leiksins og hleypti örlítilli spennu í leikinn, en sá kafli kom of seint og var of skammur. Niðurstaðan varð því þriggja marka sigur Fylkis sem náði þar með í sín fyrstu stig í deildinni í vetur. 

Fylkir jafnaði Gróttu að stigum með þessum sigri, en liðin hafa tvö stig líkt og Selfoss og eru í botnsætum deildarinnar. 

Grótta 18:21 Fylkir opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með þriggja marki sigri Fylkis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert