Þróttur stóð í Aftureldingu

Gunnar Malmquist Þórsson skoraði 5 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld.
Gunnar Malmquist Þórsson skoraði 5 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld. mbl.is/Golli

Stjarnan og Afturelding tryggðu sér í kvöld sæti í 16 liða úrslitum í Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik.

Afturelding, sem trónir á toppi Olís-deildarinnar, þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn spræku liði Þróttar sem leikur í 1. deildinni. Mosfellingar höfðu betur, 29:27, eftir að Þróttur hafi verið yfir í hálfleik, 12:11. Óttar Filip Pétursson og Aron Valur Jóhannsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Þrótt en hjá Aftureldingu var Elvar Ásgeirsson atkvæðamestur með 8 mörk og þeir Árni Bragi Eyjólfsson og Gunnar Malmquist Þórsson voru með 5 mörk hvor,

Stjarnan hafði betur á móti Val 2 í TM-höllinni í Garðabæ, 33:25, eftir að hafa verið 18:10 yfir í hálfleik. Andri Hjartar Grétarsson skoraði 11 mörk fyrir Stjörnuna og þeir Starri Friðriksson, Stefán Darri Jónsson og Hjálmtýr Alfreðsson skoruðu 4 mörk hver fyrir Garðabæjarliðið. Ingvar Árnason var markahæstur í liði Vals 2 með 9 mörk og Guðmundur Jónsson skoraði 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert