Birna ein af þremur stjörnum í kosningu EHF

Birna Berg Haraldsdóttir með skot í landsleik gegn Makedóníu.
Birna Berg Haraldsdóttir með skot í landsleik gegn Makedóníu. mbl.is/Kristinn

Birna Berg Haraldsdóttir er ein af þremur stjörnum 2. umferðar í Meistaradeild Evrópu í handbolta, eftir algjöran stórleik sinn í umferðinni.

Birna skoraði 11 mörk fyrir norska liðið Glassverket í 30:23-tapi gegn hinu ógnarsterka liði Buducnost frá Svartfjallalandi, sem vann Meistaradeildina í fyrra og varð í 4. sæti í vor.

Ásamt Birnu eru þær Sabine Englert hjá Midtjylland og Anna Vyakhireva frá Rostov-Don tilnefndar hjá EHF, handknattleikssambandi Evrópu, eftir 2. umferðina. Hægt er að kjósa á milli þeirra með því að smella hér. Hér að neðan má sjá myndband af tilþrifum þeirra þriggja.

Kosningin er hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert