„Þrjár aukalyftingaæfingar í viku gera sitt“

Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram.
Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er eiginlega ekki hægt að óska eftir betri byrjun,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram, en liðið er á toppi Olís-deildarinnar í handbolta eftir sex umferðir og hefur náð í 11 af 12 stigum sem í boði hafa verið.

Guðrún Ósk er á sínu öðru tímabili með Fram eftir að hafa snúið aftur til félagsins frá FH. Framkonur eru nánast með óbreytt lið frá síðasta tímabili, og hafa raunar misst hornamanninn reynda Ástu Birnu Gunnarsdóttur. Fram hafnaði í 3. sæti Olís-deildarinnar í fyrra og féll úr leik gegn Gróttu í undanúrslitunum.

„Mér finnst við klárlega hafa tekið skref upp á við frá síðustu leiktíð. Það er mjög góð liðsheild hjá okkur og góð stemning í liðinu, sem færir okkur þetta „extra“. Breytingin frá síðasta tímabili er meira huglæg en annað. Leikmenn eru að vinna í hugarfarinu og við mætum rosalega einbeittar á allar æfingar, og gerum hlutina 100% eins oft og hægt er,“ sagði Guðrún Ósk, sem sjálf hefur byrjað leiktíðina mjög vel og var frábær í 26:19 sigri á Val á Hlíðarenda á laugardag.

Nánar er rætt við Guðrúnu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert