Háspennuleikur Akureyrar og FH

Akureyringar hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni.
Akureyringar hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. mbl.is/Golli

Akureyri og FH skildu jöfn í Olís-deild karla í kvöld og náðu Akureyringar þar með í sitt fyrsta stig á heimavelli. Leikurinn var æsispennandi og hart var barist. Hvort lið fékk séns á að klára leikinn á lokasprettinum en urðu að lokum að sættast á jafntefli 24:24.

Dómarar leiksins voru í sviðsljósinu og voru þeir ekki vinsælir meðal áhangenda Akureyringa. Reyndar voru FH-ingar líka óánægðir með störf þeirra en margt orkaði tvímælis hjá þeim.

FH var yfir nánast allan leikinn en heimamenn börðust fyrir sínu allan seinni hálfleikinn og náðu loks að jafna í 20:20. Þeir jöfnuðu svo í 22:22 og skoruðu svo tvö síðustu mörkin og hefðu getað stolið sigrinum í blálokin en síðasta sókn leiksins var Akureyringa. Lauk afar langri sókn þeirra með skoti hátt yfir markið á síðustu sekúndunni.

Akureyringar urðu fyrir áfalli í leiknum en Brynjar Hólm Grétarsson fór meiddur af velli snemma leiks eftir að hafa byrjað hann með látum. Akureyringar eru enn á botninum, nú með þrjú stig, og hafa bara unnið einn leik. FH er með tíu stig líkt og Valur í öðru til þriðja sætinu.

Akureyri 24:24 FH opna loka
60. mín. Akureyri tekur leikhlé Það er að koma leiktöf og það eru fjórar sekúndur sem heimamenn hafa til að klára leikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert