Mun tvöfalda laun sín

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. AFP

Dagur Sigurðsson mun tvöfalda laun sín ef hann tekur tilboði frá franska meistaraliðinu Paris Saint-Germain, en samkvæmt heimildum þýska netmiðilsins Sport1.de hefur Parísarfélagið gert Degi tilboð um að taka við þjálfun liðsins á næstu leiktíð.

Eins og fram kom í þýska tímaritinu Hand­ball Insi­de í gær mun Dagur nýta sér ákvæði í samn­ingi sín­um við þýska hand­knatt­leiks­sam­bandið og hætta sem þjálf­ari karla­landsliðs Þýska­lands næsta sum­ar.

Króatinn Noka Serdarusic er þjálfari Paris SG en samningur hans rennur út eftir tímabilið og vilja forráðamenn félagsins fá Dag til að taka við starfi hans. Sport1.de greinir frá því að Dagur muni fá 600 þúsund evrur í árslaun hjá franska liðinu, en sú upphæð jafngildir tæpum 75 milljónum króna. Þetta er tvöföld sú upphæð sem hann fær fyrir að stýra þýska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert