Díana skoraði þrettán mörk í sigurleik

Díana Kristín Sigmarsdóttir hefur verið ansi atkvæðamilkil með Fjölni á …
Díana Kristín Sigmarsdóttir hefur verið ansi atkvæðamilkil með Fjölni á yfirstandandi leiktíð. mbl.is/Golli

Fjölniskonur settust í annað sæti 1. deildar kvenna í handknattleik í kvöld með sigri á Víkingi, 29:26.

Víkingur var með eins marks forskot í hálfleik, 13:12, en í síðari hálfleik sneri Fjölnir blaðinu við og með Díönu Kristínu Sigmarsdóttur í broddi fylkingar unnu Fjölniskonur þriggja marka sigur 29:26. Díana skoraði 13 mörk fyrir Fjölni, en hjá Víkingi var Sigríður Rakel Ólafsdóttir atkvæðamest með 11 mörk.

Alina Molkova, sem skoraði níu mörk fyrir Víking í kvöld, er markahæsti leikmaður deildarinnar með 85 mörk. Díana Kristín kemur þar næst með 73 mörk í fyrstu sjö leikjunum.

Fjölnir er nú í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki, stigi frá toppliði HK. Víkingur er í sjötta sætinu með fjögur stig.

Mörk Víkings: Sigríður Rakel Ólafsdóttir 11, Alina Molkova 9, Kristín María Reynisdóttir 2, Steinunn Birta Haraldsdóttir 2, Ásta Agnarsdóttir 1, Helga Birna Brynjólfsdóttir 1.

Mörk Fjölnis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 13, Berglind Benediktsdóttir 5, Andrea Jacobsen 4, Helena Ósk Kristjánsdóttir 3, Andrea Björk Harðardóttir 2, Ingibjörg B. Jóhannesdóttir 1, Díana Ágústsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert