HK vann spennandi toppslag

Svavar Kári Grétarsson skoraði 6 mörk fyrir HK í kvöld.
Svavar Kári Grétarsson skoraði 6 mörk fyrir HK í kvöld. Ljósmynd/hk.is

HK styrkti stöðu sína í öðru sæti 1. deildar karla í handknattleik í kvöld með því að sigra ÍR í hörkuspennandi leik, 25:24, í Digranesi. HK var yfir í hálfleik, 14:13.

HK er þá komið með 17 stig eftir 12 leiki en Fjölnir er í sérflokki á toppnum með fullt hús, 22 stig eftir 11 leiki. KR er með 15 stig, Víkingur og ÍR 14 stig og Þróttur 12 stig.

Svavar Kári Grétarsson, Elías Björgvin Sigurðsson og Kristján Ottó Hjálmsson gerðu 6 mörk hver fyrir HK en Davíð Georgsson var markahæstur hjá ÍR með 5 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert