Fyrirsjáanleg kaflaskil

Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. mbl.is/Golli

„Ferilinn með landsliðinu hefur verið langur og ég svo sem velt þessu fyrir mér áður. Fyrst og fremst tók ég þessa ákvörðun út frá fjölskyldunni en einnig er ferilinn með landsliðinu er orðinn langur. Einhvern tímann tekur allt enda í lífinu og annað tekur við,“ sagði Róbert Gunnarsson handknattleiksmaður við Morgunblaðið í gær. Hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið á nýjan leik.

Róbert sagði Geir Sveinssyni landsliðsþjálfara frá ákvörðun sinn á dögunum og þar af leiðandi kom Róbert ekki til greina þegar Geir tilkynnti Alþjóðahandknattleikssambandinu um þá 28 leikmenn sem hann hefur í sigtinu vegna þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Frakklandi í næsta mánuði. Róbert er þriðji reyndi handknattleiksmaðurinn sem segir skilið við íslenska landsliðið á skömmum tíma en í haust tóku Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sama pól í hæðina og Róbert gerir nú.

„Núna eftir að ég hef flutt mig um set, frá Frakklandi til Danmerkur, þá hafa fjölskylduaðstæður breyst nokkuð meðal annars er konan mín byrjuð að vinna úti og börnin eldri en áður og ég vil vera meira til staðar fyrir þau. Svo er kominn tími til þess að hleypa nýjum mönnum að,“ sagði Róbert sem lék sinn síðasta landsleik gegn Portúgal í umspili um HM sæti í Porto 16. júní.

Sjá ítarlegt viðtal við Róbert í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert