Þrettán frá Barcelona á HM

Raúl Entrerríos leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins.
Raúl Entrerríos leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þrettán leikmenn frá Barcelona eru í lokaundirbúningi með sex landsliðum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik sem hefst í Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku.

Á vef Barcelona segir að ef allir þessir leikmenn verði í endanlegum hópum sinna þjóða þegar keppnin hefst muni félagsmetið frá 2009 verða jafnað. Barcelona átti þrettán leikmenn á heimsmeistaramótinu í Króatíu það ár.

Fimm eru spænskir landsliðsmenn, þeir Gonzalo Pérez de Vargas, Viran Morros, Valero Rivera, Víctor Tomás og Raúl Entrerríos. Með franska liðinu leika Cédric Sorhaindo, Timothey N'Guessan og Dika Mem en sá síðastnefndi er aðeins 19 ára gamall og yngstur í franska hópnum. Í liði Dana eru Lasse Andersson og Jesper Nöddesbö, í pólska liðinu er Kamil Sypzak, í liði Túnis er Wael Jallouz og í liði Makedóníu er stórskyttan Kiril Lazarov. Spánn, Túnis og Makedónía eru öll með Íslandi í riðli og því gætu sjö leikmenn Barcelona verið á meðal mótherja íslenska liðins í riðlakeppninni í Metz. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert