Guðmundur glímir við jákvætt vandamál

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. AFP

„Ég er að glíma við risastórt vandamál,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, í gamansömum tón eftir 10 marka sigur liðsins á Egyptum í gærkvöldi á æfingamóti í Danmörku þar sem lokatölur eru 36:26 en um er að ræða æfingamót fyrir HM sem hefst í Frakklandi 11. janúar.

„Það verður með erfitt fyrir mig að velja hópinn. Það eru margir að spila vel og leikurinn í dag (gær) hefur gert þetta enn þá erfiðara. En við eigum enn þá einn leik eftir og þá prófum við einhverja aðra hluti,“ sagði Guðmundur en danska liðið á einmitt eftir að mæta því íslenska á morgun í lokaleik þessa fjögurra þjóða móts.

Ísland hefur leikið tvo leiki á mótinu, vann Egypta 30:27 en tapaði fyrir Ungverjum í gær, 30:27. Danir unnu Ungverja 24:21. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert