Ánægðir með spilamennskuna

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í íslenska liðinu en hann …
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í íslenska liðinu en hann skoraði samtals 23 mörk. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tryggði sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í sínum aldursflokki með sannfærandi hætti um helgina.

Ísland vann alla þrjá leiki sína í undankeppninni en riðill Íslands var spilaður í Serbíu. Ísland lagði þar að velli lið Litháa 32:25, lið Grikkja 31:24 og lið Serba 34:32.

„Við erum ánægðir með spilamennskuna,“ sagði Sigursteinn Arndal, annar þjálfara íslenska liðsins, þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í gær. Sigursteinn sagði riðilinn hafa þróast með öðrum hætti en menn reiknuðu með í herbúðum íslenska liðsins. Fyrirfram bjuggust Íslendingarnir við því að síðasti leikurinn gegn Serbum gæti orðið hreinn úrslitaleikur um að komast á HM. Svo fór þó ekki því Serbía tapaði bæði fyrir Litháen og Grikklandi. Íslendingar voru því komnir áfram fyrir lokaleikinn gegn Serbíu.

„Hjá okkur var alltaf markmiðið að vinna okkar leiki og komast á HM en riðillinn þróaðist á annan veg en við áttum von á. Við bjuggumst við því að lenda í úrslitaleik á móti Serbum en það spilaðist svolítið öðruvísi úr þessu hjá þeim. Serbarnir áttu ekki lengur möguleika þegar þeir mættu okkur. En við stóðum okkar plikt og unnum okkar leiki eins og við ætluðum okkur.“

Sjá meira um U21 ára landsliðið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert