Fjölnir vann toppslaginn

Kristján Örn Kristjánsson er einn besti leikmaður Fjölnis
Kristján Örn Kristjánsson er einn besti leikmaður Fjölnis mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. Topplið Fjölnis vann enn einn leikinn er KR kom í heimsókn í Grafarvoginn, 29:25 urðu lokatölur. 

HK vann Val U, 29:21 í Kópavogi og fór fyrir vikið uppfyrir KR í deildinni og upp í 2. sætið. Þróttur hafði betur gegn Víkingi, 26:23. 

Loks höfðu Hamranir nauman sigur á Mílu, 22:21. Fjölnir er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 16 leiki og er sæti í Olís-deildinni á næsta ári nánast tryggt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert