Fer í þau hlutverk sem ég er beðin um hverju sinni

Guðrún Erla Bjarnadóttir.
Guðrún Erla Bjarnadóttir. Ljósmynd/haukar.is

„Stefnan er að halda þriðja sæti deildarinnar og til þess verðum við helst að vinna þá tvo leiki sem eftir eru,“ sagði Guðrún Erla Bjarnadóttir, handknattleikskona hjá Haukum úr Hafnarfirði, spurð um baráttuna um þriðja og fjórða sætið í Olís-deild kvenna.

Framundan er endaspretturinn í deildinni þar sem Haukar, Grótta, ÍBV og Valur kljást um sætin tvö sem standa til boða í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Fram og Stjarnan eru fyrir nokkru síðan örugg um tvö efstu sæti deildarinnar.

Guðrún Erla skoraði 10 mörk þegar Haukar unnu Fylki, 30:25, í Fylkishöllinni á laugardaginn. Tapið gerði endanlega út um vonir Fylkis um að halda sæti sínu í deildinni á næstu leiktíð. Haukar sitja hinsvegar eftir sem áður í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan Gróttu, þremur á undan ÍBV og fjórum frá Val. Haukar mæta ÍBV á heimavelli á næsta laugardag og ráða úrslit þess leiks miklu um framhaldið hjá báðum liðum. Haukar leika síðan við Val í lokaumferðinni annan laugardag.

„Það kemur ekkert annað til greina hjá okkur en fjögur stig úr tveimur síðustu leikjunum,“ sagði Guðrún Erla í samtali við Morgunblaðið í gær.

Á ýmsu hefur gengið hjá Haukum í vetur. Liðið lék vel fram í lok nóvember þegar gert var hlé á deildarkeppninni. Þegar þráðurinn var tekinn upp á nýjan leik í snemma í janúar gekk Haukum flest í mót. „Við fengum meðal annars aðstoð sálfræðings til þess að koma okkur inn á sporið á nýjan leik. Síðan hefur gengið upp og ofan hjá okkur. Stöðugleikann hefur skort. Á milli höfum við náð fínum leikjum en fallið niður á lágt plan endrum og sinnum eins og í leikjum við Val og Gróttu. Einbeitingin hefur ekki verið nógu góð,“ sagði Guðrún.

Sjá allt viðtalið við Guðrúnu Erlu í íþróttablaði Morgublaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert