Öruggur sigur Selfoss í fyrsta leik

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld.
Perla Ruth Albertsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld. mbl.is/Golli

Selfoss er komið með yfirhöndina í einvíginu við HK í undanúrslitunum um sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik eftir sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld, 26:18, fyrir austan fjall.

Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9, en bætti svo vel í eftir hlé og uppskar öruggan átta marka sigur 26:18. Dijana Radojevic var markahæst hjá Selfossi með 9 mörk en hjá HK skoruðu þær Rakel Sigurðardóttir og Sigríður Hauksdóttir 4 mörk hvor.

Tvo sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úr­slita­ein­víg­inu um sæti í efstu deild, en þar verður mót­herj­inn annaðhvort KA/Þór eða FH. Ann­ar leik­ur liðanna fer fram á sunnu­dag.

Selfoss – HK 26:18 (12:9)

Mörk Selfoss: Dijana Radojevic 9, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Adina Maria Ghidoarca 4, Carmen Palamariu 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.
Mörk HK: Rakel Sigurðardóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 3, Aníta Björk Bárðardóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert