Framvörnin dugði til eins marks sigur

Hildur Þorgeirsdóttir lyftir sér upp framan Haukavörnina á Ásvöllum í …
Hildur Þorgeirsdóttir lyftir sér upp framan Haukavörnina á Ásvöllum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram er komið í 2:0 gegn Haukum í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir annan eins marks sigur í einvígi liðanna, í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði í dag, 20:19.

Liðin mætast næst á þriðjudag í Safamýri. Hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að tryggja sér sæti í úrslitainvígi deildarinnar.

Það var fyrst og fremst frábær varnarleikur sem skilaði Fram sigri. Liðið hafði frumkvæðið nær allan leikinn en Haukar voru aldrei langt undan. Staðan var 11:10 Fram í vil í hálfleik, og Fram komst í 16:13 um miðjan seinni hálfleik. Haukar jöfnuðu metin í 19:19 þegar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Ragnheiður Júlíusdóttir gerði sigurmark Fram, rétt eins og í fyrsta leik liðanna, þegar hálf mínúta var eftir. Skot hennar fór af Elínu Jónu Þorsteinsdóttur í markið, en Elín Jóna átti annars frábæran leik og varði 21 skot.

Guðrún Ósk Maríasdóttir var litlu síðri í marki Framara og varði 16 skot, fyrir aftan öfluga vörn liðsins sem lokaði á lokatilraun Mariu Pereira til að jafna metin og knýja fram framlengingu.

Haukar 19:20 Fram opna loka
60. mín. Rétt mínúta eftir. Fram í sókn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert