Aron kemur inn í leikina við Makedóníu

Aron Pálmarsson kemur á ný inn í íslenska landsliðshópinn í …
Aron Pálmarsson kemur á ný inn í íslenska landsliðshópinn í handknattleik fyrir leikina vuið Makedóníu í undankeppni EM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur valið leikmannahópinn sem mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni Evrópumótsins í Skopje 4. maí og þremur dögum síðar hér á landi. Geir valdi nánast sama hóp leikmanna og tók þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi í janúar að því undanskildu að Aron Pálmarsson kemur inn í hópinn í stað Guðmundur Hólmars Helgason sem er meiddur.

Aron gat ekki tekið þátt í heimsmeistaramótinu vegna meiðsla. „Aron nálgast nú sitt fyrr leikform og mun styrkja lið okkar gríðarlega mikið," sagði Geir á blaðamannafundi í Laugardal þegar hópurinn var kynntur til sögunnar. 

Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Frankfurt á mánudaginn eftir viku og hefur fengið inn til æfinga hjá Grosswallstadt þar til haldið verður til Skopje miðvikudaginn 3. júní. 

Markverðir:

Aron Rafn Eðvarðsson, Bietigheim
Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Kristinastad
Arnór Atlason, Aalborg
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Aron Pálmarsson, Veszprém
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín
Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Gunnar Steinn Jónsson, Kristianstad
Janus Daði Smárason, Aalborg
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad
Ómar Ingi Magnússon, Århus Håndbold
Rúnar Kárason, Hannover/Burgdorf

Til vara:
Daníel Þór Ingason, Haukum
Geir Guðmundsson, Cesson Rennes
Ólafur Gústafsson, Stjörnunni
Róbert Aron Hostert, ÍBV
Sigurbergur Sveinsson, ÍBV
Stefán Rafn  Sigurmannsson, Aalborg
Stephen Nielsen, ÍBV
Sveinbjörn Pétursson, Stjörnunni
Tandri Már Konráðsson, Skjern
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Vignir Svavarsson, Team Tvis Holstebro
Þráinn Orri Jónsson, Gróttu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert