Vill vera á stóra sviðinu

Aron Pálmarsson vill vera á stóra sviðinu og þekkir það …
Aron Pálmarsson vill vera á stóra sviðinu og þekkir það vel. Ljósmynd/Melczer Zsolt

Íslendingaliðin Kiel og Veszprém halda í vonina um að komast í „Final Four“ í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Aron Pálmarsson stefnir að því að komast í „Final Four“ í Köln í sjöunda sinn á ferli sínum og sjötta árið í röð en ungverska meistaraliðið Veszprém hafði betur gegn franska liðinu Montpellier, 26:23, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitunum á heimavelli sínum. Aron, sem tapaði með Veszprém fyrir pólska liðinu Kielce í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra í vítakeppni, var öflugur í leiknum gegn Montpellier og skoraði 6 mörk eins og ungverska stórskyttan Lazlo Nagy en hjá Frökkunum var franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte markahæstur með 5 mörk, sem hann skoraði öll í seinni hálfleik.

„Ég er ánægður með að við skyldum halda þeim í svona fáum mörkum en þetta lið hefur skorað að meðaltali 31 mark í leik. Leikplanið hjá okkur gekk upp að mestu en við fórum svolítið illa að ráði okkar undir lokin. Við töpuðum boltanum klaufalega og í stað þess að vinna með 6-7 marka mun endaði þetta í þremur,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið.

Sjá viðtalið við Aron í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert