Stjarnan tryggði sér oddaleik

Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Gróttu reynir skot í leiknum í …
Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Gróttu reynir skot í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Stjarnan sigraði Gróttu, 21:20, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er jöfn en sigurvegarinn í oddaleik á sunnudag mætir Fram í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

Bæði lið léku gríðarlega sterkan varnarleik í byrjun leiks en staðan var 1:1 að loknum tíu mínútum. Gestirnir úr Garðabænum voru skrefinu á undan fyrri hluta hálfleiksins en Grótta var aldrei langt undan.

Grótta komst yfir í fyrsta skipti í stöðunni 8:7 á 24. mínútu og var eftir það á undan að skora. Heimastúlkur voru með eins marks forystu að loknum fyrri hálfleik, 10:9.

Seinni hálfleikurinn var líkt og sá fyrri hnífjafn og spennandi. Gestirnir úr Garðabænum náðu þriggja marka forskoti þegar nokkrar mínútur voru eftir og tryggðu sér að lokum sigur, 21:20.

Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst gestanna með sex mörk. Heiða Ingólfsdóttir varði 11 skot í markinu. Unnur Ómarsdóttir var markahæst Seltirninga með fimm mörk og Selma Jóhannsdóttir varði 13 skot.

Grótta 20:21 Stjarnan opna loka
60. mín. Stjarnan tekur leikhlé Gestirnir taka leikhlé þegar 48 sekúndur eru eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert