Góð staða Arons og félaga

Aron Pálmarsson í leik með Veszprém.
Aron Pálmarsson í leik með Veszprém. Ljósmynd/Melczer Zsolt

Aron Pálmarsson og samherjar hans í Veszprém standa vel að vígi eftir fyrri úrslitaleikinn um ungverska meistaratitilinn í handknattleik en þeir lögðu keppinauta sína í Pick Szeged að velli í gær, 23:17.

Þetta var heimaleikur Veszprém sem fer með sex marka forskot í seinni leikinn sem fer fram í Szeged á miðvikudaginn. Samanlögð úrslit leikjanna ráða hvort þeirra verður ungverskur meistari.

Aron skoraði 3 mörk í leiknum í gær.

Veszprém og Pick Szeged eru í algjörum sérflokki í Ungverjalandi. Þau unnu bæði alla leiki sína í deildinni, nema hvað þau unnu hvort sinn heimaleikinn í innbyrðis viðureignum liðanna.

Veszprém freistar þess nú að verða meistari tíunda árið í röð en Pick Szeged vann síðast árið 2007. Þar á undan hafði Veszprém unnið sex ár í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert